AÐRAR AFURÐIR
GPG Seafood reynir að nýta sem best allan þann fisk sem kemur að landi og til dæmis er unnið hrogn, lundir og gellur.
Einnig hefur verið unnið með vertíðarbundnar afurðir þegar þannig liggur við sbr. grásleppu- og eða loðnuhrogn.
GRÁSLEPPUHROGN
Íslensk grásleppuhrogn þykja einstaklega bragðgóð og stinn og henta því vel til að framleiða úrvals kavíar.
Á tímabilinu frá maí og fram í ágúst eru stundaðar sjálfbærar veiðar á grásleppu af smábátum alls staðar í kringum landið. Á þessu tímabili framleiðir GPG Seafood grásleppuhrogn. Hrognin eru seld að mestu leyti til áframhaldandi vinnslu.