AÐRAR AFURÐIR

GPG Seafood reynir að nýta sem best allan þann fisk sem kemur að landi og til dæmis er unnið hrogn, lundir og gellur.

Einnig hefur verið unnið með vertíðarbundnar afurðir þegar þannig liggur við sbr. grásleppu- og eða loðnuhrogn. 

HROGN

GPG Seafood framleiðir að mestu leyti frosinn þorskhrogn, einnig eru unnin frosin ýsuhrogn og lönguhrogn.

Hrognin fara að mestu leyti inná Evrópu markað.

Línubátar og línuskip GPG Seafood afla vinnslunni hráefnis og auk þess kaupir GPG Seafood hrogn á fiskmörkuðum til vinnslunnar. 

GRÁSLEPPUHROGN

Íslensk grásleppuhrogn þykja einstaklega bragðgóð og stinn og henta því vel til að framleiða úrvals kavíar.

Á tímabilinu frá maí og fram í ágúst eru stundaðar sjálfbærar veiðar á grásleppu af smábátum alls staðar í kringum landið. Á þessu tímabili framleiðir GPG Seafood grásleppuhrogn. Hrognin eru seld að mestu leyti til áframhaldandi vinnslu.

GELLUR / LUNDIR

GPG Seafood framleiðir ferskar, frosnar eða saltaðar gellur allt eftir eftirspurn hverju sinni. Framleiðum jafnframt ferskar þorsklundir.

MASAGO

Við framleiðslu Masago eru fyrsta flokks loðnuhrogn notuð. Hrognin eru lituð, krydduð og þurrkuð áður en þeim er pakkað í dósir og svo fryst.