SAGA GPG

Höfuðstöðvar GPG Seafood og stærstur hluti starfseminnar er á Húsavík og þar liggja rætur fyrirtækisins og saga þess. GPG Seafood er í eigu Gunnlaugs Karls Hreinssonar sem einnig á ráðandi hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsnesi í Stykkishólmi.

Þórsnes gerir út skipið Þórsnes SH-109, skipaskránúmer 2936. Þórsnes ehf á stóran hlut í útgerðafélaginu Sæfelli sem á bátinn Bíldsey SH-65, skipaskránúmer 2707.

GPG Seafood á stóran hlut Útgerðarfélagið Dodda ehf, sem gerir út bátinn Karólína ÞH 100 skipaskránúmer 2760.

Auk afla af eigin bátum kaupir fyrirtækið hráefni á fiskmörkuðum til vinnslunnar. Um allt það hráefni er kemur til vinnslunnar er lögð áhersla á ferskleika og gæði. Áherslan í allri vinnslu GPG Seafood er á gæði vörunnar og starfseminni.

GPG Seafood lítur á hlutverk sitt í samfélaginu út frá víðum grunni, ekki aðeins sem vinnuveitanda og mikilvægan hlekk í atvinnulífinu, heldur einnig sem hluta af samfélagi á breiðari grundvelli.

Fyrirtækið tekur þátt í ýmsum verkefnum í heimabyggð, svo sem íþrótta- og æskulýðsstarfi og fleiri samfélagsbætandi verkefnum. GPG Seafood lítur á það sem skyldu sína að styðja við og bæta það samfélag þar sem félagið starfar.