GPG Seafood leggur metnað sinn í að bjóða gæðafisk, fisk sem endurspeglar hreinleika íslenskrar náttúru.

Allt hráefnið á uppruna sinn í Atlantshafinu í kringum Ísland.

Eigin línuskip og bátar afla vinnslum félagsins hráefnis og einnig er keypt á fiskmörkuðum.

SALTAÐAR AFURÐIR - HÚSAVÍK

Í saltfiskvinnslu GPG Seafood á Húsavík er verið að vinna hefðbundin saltfisk sem fer inná Spán, Ítalíu og Grikkland (SPIG) eða Portúgal (PORT).

Jafnframt er verið að vinna aukafurðir til dæmis fés, gellur og lundir.

SALTAÐAR AFURÐIR - BAKKAFJÖRÐUR

Í saltfiskvinnslu GPG Seafood á Bakkafirði er verið að vinna að mestu saltfiskflök sem fara inn á Spán og Ítalíu.

FROSNAR AFURÐIR - RAUFARHÖFN

Á Raufarhöfn framleiðir GPG Seafood léttsöltuð frosin þorskflök og frosin þorskhrogn og aukaafurðir þegar þannig liggur við, til dæmis grásleppuhrogn og masago.

Léttsaltaði þorskurinn er saltfiskur sem er tilbúinn til neyslu án útvötnunar, hann er unninn úr fyrsta flokks fersku hráefni.

Afurðin fer að langmestu leyti til Spánar.

GPG Seafood framleiðir einnig hágæða þorskhrogn fyrir Evrópu markað.

ÞURRKAÐAR AFURÐIR - HÚSAVÍK

GPG Seafood sérhæfir sig í að þurrka hágæða fisk til útflutnings beint inná markað í Nígeríu.

Þar er mest verið að þurrka hausa og hryggi (þorskur og ýsa), en einnig eru þurrkaðar kótilettur úr ufsa, keilu, löngu og blálöngu.

VOTTANIR GPG SEAFOOD

SJÁLFBÆRAR SJÁVARNYTJAR (MSC)

MSC vottun er útbreiddasta og mest hagnýtta vottunarkerfi á sviði sjálfbærra sjávarnytja. Nokkrir helstu nytjastofnar við Ísland eru nú MSC vottaðir og á annað hundrað íslenskra fyrirtækja meðal annars GPG Seafood eru vottuð til vinnslu á og viðskipta með MSC vottaðar afurðir.

Reglur MSC um sjálfbærar sjávarnytjar má nálgast á heimasíðu MSC msc.org

ÁBYRGAR FISKVEIÐAR

Meginmarkmið með vottun Ábyrgra fiskveiða er að standa vörð um alþjóðlega viðurkennd grundvallaratriði í stjórnun fiskveiða, staðfesta ábyrga stjórnun á veiðum íslenskra skipa innan íslenskrar efnahagslögsögu og úr deilistofnum og stuðla að samfélagslegri vitund og samkomulagi um mikilvægi ábyrgrar fiskveiðistjórnunar.

Nánar má lesa um ábyrgar fiskveiðar á heimasíðu responsiblefisheries.is